Fyrirlestur fyrir vinnustaði
Helga mætir á vinnustaðinn og heldur 45-60 mín fyrirlestur um andleg heilsu og einfaldar leiðir til að hlúa að henni.
Lifandi fyrirlestur með nokkrum einföldum gagnreyndum æfingum sem áheyrendur fá tækifæri til að prufa á staðnum.
Eftir fyrirlesturinn ættu áheyrendur að hafa meiri þekkingu á hvað andleg heilsa er og hvernig hlúa má að henni.
Andleg heilsa - netnámskeið
5 skipta netnámskeið um andlega heilsu og leiðir til að hlúa að henni.
Meðal umfjöllunarefna er núvitund, velvild, bjartsýni, þakklæti, hreyfing og félagsleg tengsl.
Námskeiðið er haldið einu sinni í viku í gegnum Zoom en hægt er að horfa á upptöku af tímanum þegar hentar í lokuðum Facebook hópi
Skráning með því að senda póst á helga@andlegheilsa.is
Lesa má nánar um námskeiðið og leiðbeinandann hér.
Hugleiðsluæfingar
Núvitund er ákveðið vitundarástand sem við komumst í þegar við leiðum athygli okkar meðvitað að núlíðandi augnabliki.
Rannsóknir benda til þess að núvitundaræfingar hafi margvísleg jákvæð áhrif á heilsu okkar og líðan.
Hér má lesa nánar um núvitund og hlusta á núvitundaræfingar með Helgu.
“Hamingjan er ekki takmark í sjálfu sér, heldur hliðarverkun af því að lifa góðu lífi.
”