Líflegir og áhugaverðir fyrirlestrar um efni sem skiptir okkur öll miklu máli, fluttur af sérfræðingi á sviði andlegrar heilsu og geðræktar.

Andleg heilsa og vellíðan

  • Í hverju felst það að búa við góða andlega heilsu?

  • Hvaða þættir hafa helst áhrif á andlega heilsu og vellíðan?

  • Hvað er geðrækt?

  • Hvað getum við gert í dagsins önn til að efla andlega heilsu okkar og auka vellíðan?

Í fyrirlestrinum fjalla ég um það helsta sem vísindin segja okkur um ofangreindar spurningar auk þess sem ég fer í gegnum nokkrar gagnreyndar æfingar sem einstaklingar geta iðkað dags daglega til að efla andlega vellíðan og heilsu. Faglegur og líflegur fyrirlestur með áherslu á léttleika og hagnýtingu fyrir áheyrendur.

 

Eflandi áhrif sjálfsumhyggju

  • Hvað er sjálfsumhyggja (self-compassion)?

  • Hvaða áhrif hefur sjálfsumhyggja á heilsu okkar, líðan og hegðun?

  • Hvernig getum við ræktað með okkur aukna sjálfsumhyggju?

Við höfum mörg þá tilhneigingu að sýna sjálfum okkur meiri hörku en öðrum og að gagnrýna eigin verk og tala þau niður. Þetta dregur úr okkur þrótt og hugrekki og getur valdið streitu, þunglyndi og kvíða. Sjálfsumhyggja er leið til að nálgast okkur sjálf af meiri vinsemd og skilningi. Rannsóknir benda til þess að við getum ræktað þennan eiginleika með okkur og það geti aukið hugrekki og vellíðan og dregið úr streitu, þunglyndi og kvíða. Í þessum fyrirlestri eru vísindi sjálfsumhyggju kynnt og farið í gegnum nokkrar leiðir til að rækta með sér aukna sjálfsumhyggju auk þess sem farið er í gegnum stutta hugleiðslu á staðnum. Lögð er áhersla á hagnýtingu fyrir áheyrendur.

 

Núvitund

  • Hvað er núvitund og hvaðan kemur hún?

  • Hvers vegna ættum við að stunda núvitundaræfingar?

  • Hvernig ræktum við með okkur aukna núvitund?

Í fyrirlestrinum fjalla ég um núvitund og útskýri í stuttu máli hvaðan hún kemur og hvernig þessi forna hugleiðsluaðferð var efni læknavísindanna í lok síðustu aldar. Farið er í gegnum helstu rannsóknarniðurstöður um gagnsemi þess að stunda núvitundaræfingar auk þess sem farið er í gegnum nokkrar stuttar hugleiðsluæfingar á staðnum. Áheyrendur ættu að fara frá fyrirlestinum með aukna þekkingu á núvitund og þekkja grunninn í iðkun hennar og geta þá haldið áfram að iðka heima.



Um Fyrirlesarann:

  • Helga er með bachelor-gráðu í sálfræði, masters-gráðu í félags- og heilsusálfræði og diploma-gráðu á mastersstigi í jákvæðri sálfræði.

  • Einnig hefur hún lokið kennaraþjálfun í núvitund (e. mindfulness) og ráðgjafaþjálfun í jákvæðri sálfræði (e. positive psychology coaching).

  • Frá 2015 hefur Helga starfað við fræðslu og ráðgjöf um andlega heilsu og leiðir til að hlúa að henni m.a. í Bataskóla Íslands, Hringsjá náms- og starfsendurhæfingu og í Grettistaki. Hún hefur starfað við ráðgjöf hjá Geðhjálp síðan 2017 og setið í fagráði um geðrækt hjá embætti landlæknis síðan 2020. Helga hefur starfað hjá Embætti landlæknis frá ársbyrjun 2023 á lýðheilsusviði við ýmis geðræktarverkefni. Auk þess er hún höfundur heilsuræktar-smáforritsins HappApp sem inniheldur einfaldar æfingar til að hlúa að andlegri heilsu og vellíðan.


Verð:

45-60 mín fyrirlestur, verð: 150.000 kr
2 klukkutíma vinnustofa, verð 220.000 kr 

Umsagnir um fyrirlestrana:

Þúsund þakkir fyrir erindið í Alvotech í dag. Fólk hafði sérstaklega orð á að þú hafir útvegað gagnleg tól sem er raunhæft nýta og að það hafi verið hrein ánægja að hlusta á þig! Takk fyrir að færa okkur svona jákvæða og hagnýta nálgun á málum tengdum andlegri heilsu.
— Lovísa Rós Jóhannsdóttir Verkefnastjóri hjá Alvotech
Helga var með fyrirlestur um andlega heilsu fyrir starfsfólk Icelandair í gegnum Teams. Helga kom efninu mjög vel frá sér, efnið var áhugavert og það var frábært að fá praktískar æfingar og ráð sem hægt er að taka með sér út í lífið. Takk fyrir okkur!
— Bylgja Björk Pálsdóttir, mannauðssérfræðingur hjá Icelandair
Helga kom til okkar í vetur með fyrirlestur um jákvæða sálfræði – leiðir til aukinnar vellíðunar og sló hann í gegn. Áhugaverðast var að heyra um hinar ýmsu æfingar til að auka hamingju og efla andlega heilsu í daglegu amstri án mikillar fyrirhafnar. Efling á jákvæðum þáttum er nokkuð sem nýtist bæði persónulega og í starfi. Helga er fagleg og hefur einstaklega góða nærveru.
— Kristín Berta Sigurðardóttir, mannauðssérfræðingur hjá Landsbankanum
Við hjá Verkís fengum hana Helgu til okkar til þess að halda fyrirlestur um andlega heilsu og vellíðan í Heilsuviku Verkís 2022. Fyrirlesturinn var gagnlegur þar sem hún kynnti fyrir áheyrendum tól og æfingar sem hægt er að nýta fyrir bætta andlega heilsu. Þar að auki býr Helga yfir einstaklega góðri nærveru, hún er yfirveguð og lipur í samskiptum og hélt athygli áheyrenda allan tímann. Það sem heillaði mig einna mest er reynslan og þekkingin sem hún býr yfir. Þekking hennar á málefninu skein í gegn í fyrirlestrinum, fyrirlesturinn var faglegur, byggður á niðurstöðum rannsókna og fræðum.
— Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir Sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Verkís
Í heilsuviku Lotu 2018 var eitt af áhersluatriðum andleg heilsa. Andleg heilsa er okkur öllum afar mikilvæg og því nauðsynlegt að gefa henni gaum, rækta hana og efla jafnt og líkamlega heilsu. Við fengum því Helgu til okkar sem fræddi okkur á mjög jákvæðan og uppbyggilegan hátt um vellíðan og andlega heilsu. Helga var mjög létt og skemmtileg og hélt athygli starfsmanna allan tímann, sem getur verið mjög krefjandi;) Hún braut fyrirlesturinn upp með léttri núvitundaræfingu sem var mjög skemmtilegt.
Helga hjálpaði okkur að gera heilsuviku Lotu enn betri.
— Erlen Björk mannauðsstjóri